<$BlogRSDUrl$>

25.10.03

Saga hinna Fimm Fullu og eins í Viðbót
Dagur 1,
Vaknaði til vinnu. Ákvað að vinna bara til hádegis og strjúka frá Nesinu.
Allt tilbúið (Ég á svo góða mömmu) og svo einnig var ég svo duglegur að hafa mest allt tilbúið kvöldið áður.
Tók bensín og var búinn að kaupa miða í göngin. Ekki slæmt það!
Sem betur fer var engin umferð eða lítil umferð.
Keyrði klakklaust í Mosfellsbæinn þegar ég var búinn að fatta að mig vantaði helstu nauðsynjavörur og náttúrulega stoppaði ég við í Bónus í MOSÓ. Stærri og flottari verslun heldur en í Bnesi. Verslaði og verslaði.
Brunaði svo sem leið lá austur fyrir Hellisheiði og þar stoppaði ég upp á útsýnispallinum í Kömbunum og tók tvær myndir yfir, þegar ég lít við þá sé ég bíl keyra að mér. Ég hélt að þetta væru einhverjir túrhestar, nei kemur það ekki í ljós að þetta er Hinni frændi (danskennari) sem var að koma úr Fljótshlíðinni. SMALL WORLD!
Kem í Ölfusborgir fæ lykilinn og tuskur og leiðbeiningar og held svo í bústaðinn.
Opna hann og svo bara bíð ég eftir liðinu. Kveiki á útvarpinu, geng frá mínu, sest út á pall og slappa af.
Svo um kvöldið fer liðið að koma, eitt af öðru og svo tvennt í einu og aftur tvennt í einu. 6 manns.
Svo er gengið frá dröslum og afklæðst og beint í heita pottinn. GAMANNNNNNNNNNNN
Um tvöleytið er farið í háttinn

Dagur 2
Við vöknuðum illilega snemma eða um áttaleytið, morgunmatur étinn, potturinn þrifinn og fylltur og um hádegið er farið örlitla stund. svo hádegisbröns og haldið svo í smárúnt niður á Selfoss og aftur upp í bústað. Svo líflegar umræður þar á eftir og étið meðan á umræðum stendur. Bjórar opnaðir í tugatali og haldið í heita pottinn.
Kvöldmatur og heitur pottur þar á eftir og fram á nótt. Svona var dagurinn hjá okkur

Dagur 3
Vaknað, klætt sig, Morgunmatur, Gengið frá í töskuna, potturinn tæmdur, þrifinn og fylltur, Bústaðurinn þrifinn hátt og lágt. Lokaður, læstur, við kveðjumst, höldum okkar leið heim og helgin búinn.Þannig var þetta í smáum dráttum, Talandi um drætti, enginn hjá mér þá helgi. Shit happens


Feitilíus hefir talað (í bili)


Pistillinn fer að koma elskurnar mína
Bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér í vikunni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?