<$BlogRSDUrl$>

11.10.03

Ég vil þakka öllum þeim sem mundu eftir afmælisdeginum mínum sem var á síðasta laugardag, nánar tiltekið hinn fjórða dag október mánaðar.
Ofboðslega á ég marga vini!!!!!!!!! Ég á sem sagt afmæli 4. Október.

Talandi um vini. næstkomandi helgi, þ.e. helgina 17-19 erum við fimm vinir að fara austur í Ölfusborgir að slappa af.
Vonandi verður einhver smásæla þarna og eru aðrir vinir óvelkomnir í sæluna austur. Bara að láta ykkur vita.


Ég er búinn að liggja núna í dag og í gær með stokkbólginn ökkla eftir að ég datt aftur fyrir mig í vinnunni og þess konar frábærlegheit.
Alltaf gaman að slasa sig eða hitt þó heldur. Lét mig samt hafa það að klára að vinna og skjótast í höfuðborgina á námskeið í hinu fallega máli, táknmáli, sem ég tók upp á að fara og læra og ég fíla mig alveg rosalega í því. Það er svo gaman að fara á námskeið og kynnast öðru fólki sem hefur áhuga á að læra þetta einangraða "tungumál".
Þetta er búið að hafa svo mikil áhrif á mann, að mig langar til að segja ykkur, hverjum þeim sem les þetta og hefur áhuga á minni ritningu að fara sem flestir á táknmálsnámskeið suður til Reykjavíkur. Það kostar ekki nema 10.000 krónur fyrir utan bensín og göngin en það er þess virði að geta hjálpað þeim sem heyrnarlausir eru og það vantar alveg heilan helling af fólki sem vill læra táknmálstúlkun, og það er frekari þörf á að karlmenn gerist táknmálstúlkar. Þar sem meirihlutinn er fyrir konur getur það skapað óþægindi fyrir heyrnarlausa karla, t.d. ef þeir þurfa að fara til læknis og þess háttar.

Samfélag heyrnarlausra er mjög einangrað en sem betur fer hefur orðið meir og meir opnun á þessu samfélagi og einangrunin að rofna smátt og smátt fyrir þá sem heyrnarlausir eru og bæst aukinn skilningur gagnvart samfélagi heyrnarlausra fyrir okkur sem heyrandi eru.
Væri ég þingmaður myndi ég styðja tillögu Sigurlínar M. Sigurðardóttur, fyrsta heyrnalausa þingmanns á Íslandi að Táknmálið yrði Opinbert Tungumál Heyrnarlausra.
Eftir að ég byrjaði á þessum námskeiðum (og þegar ég segi námskeiðum, þá meina ég að ég er búinn með TÁKN1 og byrjaður í TÁKN2)
þá finnst mér, ég skilja þá betur hvað varðar þessa einangrun sem heyrnarleysi fylgir og hversu mikið Samfélag heyrnarlausra hefur barist fyrir réttindum sínum, þetta er jú fólk sem þarf annarskonar meðhöndlun í þessu þjóðfélagi og við sem heyrum.
Og ég skal segja ykkur það strax bara að þegar ég byrjaði þá hafði ég enga einustu hugmynd um hvernig þetta væri og þetta var allt öðruvísi en ég átti von á.
En þetta er allra peninganna virði, og ég stend við það...


Feitilíus hefur bloggað.................. tja í bili.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?