<$BlogRSDUrl$>

28.9.03

Jawohl

Það er búið að vera smá tími síðan ég skrifaði minn pistil síðast og ástæðan er einföld!
Ég hef hreinlega bara ekki nennt því. Búið að vera svo mikið að gera og stöff.
En ég gær fóru 4 fjölskyldumeðlimir Þórólfsgötu klansins í Stóðrétt norður í Hjaltadal í Skagafirði, nefnilega Laufskálarétt.
Aðalrétt Hestasnobbsins á landinu. Ég hlýt að hafa verið sveitamóðir því á föstudagskvöldinu var ég búinn að hafa allt tilbúið fyrir ferðina. Keypti brauð, salöt, svala, og svo náttúrulega íslenska hangikjöt frá Kjarnafæði.
Ég var búinn að setja niður í tösku og sjóða hangikjötið og tilbúinn með allt saman.
Við vöknuðum klukkan sjö í gærmorgun og lögð af stað kortér í átta og kominn norður um klukkan hálfellefu.
Í fallegu haustveðri hittum við Finn Ingólfs fyrrv. ráðherra og fleiri sem áttu það hesta og svo fylgdumst við með því þegar hrossin komu niður í réttina.
Það sem mér kom á óvart var það að ef maður vill hitta Borgnesinga þá þarf maður að fara í Laufskálarétt en ekki í FRAMSÓKNARBÆLIÐ.
Annað sem mér var sagt að ef maður ætlaði að kaupa hross ætti maður að fara eitthvert annað t.d. Víðidalsrétt eða Skrapatungurétt því um leið og maður kemur yfir Vatnsskarðið þá hækkar verðið á hrossunum um 30-40%.
En sem betur fer þá eigum við nóg af hrossum, en samt alltaf hægt að bæta við sig.

Þetta er rétt sem er röng og eftir að hafa farið þangað þá get ég alveg verið án þess að fara þangað næst.
ég er bara mest ánægður með mína Skarðsrétt.

Og annað!!! Af rúmlega 300 manns sem á síðuna hafa komið hafa einungis 3 skrifað nafn sitt og kommenta sína
Af hverju????????????


Breytum Jógúrti í Skyrju

feitilíus hefur skrifað...... (í bili)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?