<$BlogRSDUrl$>

11.9.03

!!!Ó MÆ GOD!!!

Ég var búinn að hugsa um það sem ég ætlaði að skrifa á bloggerinn en allt í einu hvarf það út úr hausnum á mér.
Það er svona ég er illilega farinn að halda að ég sé kominn með Alzheimer, Smallsheimer og CRAFT sem er stytting á (Can't Remember A Fucking Thing).
Finnst manni ekki það skrýtið að þegar maður er í blóma lífsins og heilastarfseminn á að vera í tipptopp standi og lillemann líka. að stundum finnist manni vera orðinn hundgamall (sko ég er bara að tala um heilastarfsemina en ekki hitt þið vitið). Ég er að verða tuttuguogþriggja og ekki enn kominn með kærustu og stundum held ég að ég endi bara eins og Gísli á Uppsölum. Ómar Ragnarsson hver?

Það er soldið merkilegt hvað tíminn hefur liðið hratt. Til dæmis verða liðinn tvö ár 11 sept. frá því að árásinn á tvíburaturnanna í N.Y. og líka kaldhæðni örlaganna að amma Gyða var fædd 11 sept árið 1918. og hefði líka orðið 85 ára (Guð blessi hana).
Ég skal segja ykkur frá henni ömmu minni.
Amma mín var sú manneskja sem gat látið alla líða vel og bauð alla þá sem inn í Arabíuna komu velkomna.
Amma mín var yndislegasta manneskja í heimi og hún var vinur allra. Amma Gyða var alltaf til í allt. Ég átti annað heimili í Arabíu hjá Ömmu Gyðu og Afa Stjána, sem ég heiti reyndar eftir. Í Arabíu átti ég heima, flest allar helgar og alltaf eftir skóla. Ég reyndar bjó á efri hæðinn í Arabíu fyrstu fjögur árin, þ.e.a.s. áður en við fluttum í Bjargslandið. Ég er af Arabíuættinni, þ.e.a.s. Guðrún langamma og Magnús langafi foreldrar ömmu Gyðu keyptu Arabíuna ári áður en amma fæddist og var þetta ættaróðalið okkar þar til 1998 þegar amma og afi ákváðu að flytja upp á Dvaló.
Þetta var versti tími ævinnar minnar þegar þau seldu ættaróðalið því það var eins og að slíta hluta af hjarta manns og enn þann dag í dag sakna ég þess að geta ekki farið niður í Arabíu til ömmu og afa og verið hjá þeim og spilað við ömmu fram á nótt og gist hjá þeim.

En tímarnir breytast og breyttust heldur betur þriðjudaginn 11 sept 2001. þá lá ég lasinn og var að horfa á sjónvarpið þegar allt í einu heyri ég í útvarpinu að Tvíburaturnarnir í N.Y hefðu orðið fyrir árás... Í fyrstu hélt ég að þetta væri bara seinbúið aprílgabb í september, en þegar ég kveikti á Rúv sá ég annan turnanna í ljósum logum. Svo sá ég seinni flugvélina fljúga á fullu spítti á hinn turninn og allt í einu varð mér ljóst að heimssaga væri orðin breytt.
Hverjir gera svona lagað? Hverjum dettur í hug svona huglaust hryðjuverk og það í nafni Guðs eða Allah eða Jahve hvað þá Buddah.
Hverjir eru svona miklar skræfur og þurfa alltaf að leysa einhvern vanda með því að myrða saklaust fólk sem hefur ekki gert flugu mein að mér vitandi. Af hverju þurfa allir hlutir vera leystir upp með stríði og blóðsúthellingum og drepa drepa drepa?
Ljóst var hver stóð að baki og hverjir voru píslarvottar. Þetta var einhver lítill, mjór, skeggjaður og ég verð að segja ljótur maður með forljótt túrban. Sem þorir ekki að líta dagsins ljós og horfast í augu við það að austrið er að hallast að vestrænni siðmenningu. En hvað er vestræn siðmenning og af hverju þorir enginn að taka henni fagnandi ( ég skal pæla í þessum orðum seinna). Auðvitað vilja menn halda í sína siðmenningu með því að kasta sýru á dætur sínar ef þær vilja ekki taka þeim manni sem þær eru skipaðar til að giftast kornungar. Auðvitað vilja menn halda í sína siðmenningu með því að kasta sonum sínum fram fyrir organdi byssukjafta og deyja í nafn Guðs eða Allah til að komast á réttan pall þarna uppi.
Auðvitað vilja menn halda sína siðmenningu með því að kasta grjóti í konur sem hafa eignast börn utan hjónabands. Auðvitað vilja menn halda í sína siðmenningu með því að kunna ekki að haga sér eins og siðmennt fólk. En hverju er þetta að kenna? Er þetta fáfræði? Hvað annað?
Fólk vill halda í sínar siðmenningar eins lengi af því að svona hefur alltaf verið gert síðustu þúsund árin, og til hvers?
Er ekki hægt að taka á málum eins og fullorðið fólk sem á að hafa vit fyrir börnum sínum og leiða þau frá fáfræðinni til fjölfræðinnar?
Í staðinn þarf að taka upp vopn og skjóta hvern þann sem í veginum stendur til að koma á frið.
Allir vilja hafa rétt fyrir sér og þrjóskan fyrir að standa á sinni meiningu, hvernig sem afleiðingarnar verða.
Af hverju, af hverju af hverju?Þegar stórt er spurt verður lítið um svör og er eiginlega lítið um það að segja.
Í raun held ég að við öll að líta í okkar eigin sálir og spyrja hvort við viljum leiða komandi kynslóðir inn í nýja öld óarga og heimskingja og hugleysingja, myrða, drepa, skjóta í staðinn fyrir að taka á hlutunum eins og fullorðið, fjölfrætt og siðmenntað fólk sem notið hefur visku og vísdóm þeirra sem eldri eru og leiða komandi kynslóðir inn í hina 21 öld sem mun vonandi færa okkur trú, von, kærleik, frið, frelsi, visku og vísdóm.
Megi þessi dagur vera okkur minning um hvað við verðum að gera sem fólk í þessum heimi sem á engan annan heim og verður að lifa í sátt og samlyndi sem siðmenntað fólk.
Megi þessi dagur vera dagur þeirra þúsunda saklausu sem létust af völdum heigla og fáfróða manna sem kunna ekkert annað en myrða, drepa, skjóta.
Megi þessi dagur vera sá dagur þar sem við öll verðum að hlusta á hjörtun okkar, minnast þeirra sem féllu og fjölskyldur sem misstu ástvini.
Megi þessi dagur vera sá dagur sem við leiðum komandi kynslóðir inn í nýja öld friðar, frelsis, samúðar og umfram allt kærleiks.
Megi þessi dagur boða komu nýrrar sólar sem vermir okkur af ást og alúð.
Megi þessi dagur vera okkur minning hins gamla og minning hins nýja.
Friður kostar ekki neitt nema þolinmæði, en þolinmæði er dýr og kostar sitt og við getum safnað henni með því að hugsa áður en við framkvæmum.

Ég meina, Ó MÆ GOD!!!!!!!!!!

Trú, von og kærleikur sé með okkur öllum.
Feitilíus hefur talað. (í bili)8.9.03

Þegar þið farið og lesið það sem er á síðunni
endilega farið í gestabókina sem Keli, vinur minn
hefur sett upp.

Svo er hann líka með bloggsíðu:
zippoman.blogspot.com

Sunnudagssteikin me? kokteils?su 

Í dag gerðist kraftaverk!!! HALLELUJAH HALLELUJAH HALLELUJAH

Ég varð að labba upp í KB og aftur heim og svo í Bónus og svo niður á Kveldúlfsgötu til frænku minnar og svo gekk ég aftur sömu leið, fór Kjartansgötuna og upp Böðvarsgötuna og heim. og jú af hverju?????

Við vorum bíllaus í dag, litli justýinn bilaður og pabbi og Óli uppi í sveit
Alveg djöfulli duglegur, ekki satt????


Mér finnst merkilegt í þessu djöfulsins FRAMSÓKNARBÆLI sem við dagsdaglega köllum "KAUPFÉLAGIÐ" að þar fást ekki almennilegir blýantar
mig vantaði 4 blýanta HB 2B 4B og 6B Ekki til því eins og flestir segja EF ÞAÐ ER EKKI TIL HJÁ OKKUR ÞÁ ÞARFTU EKKERT Á ÞVÍ AÐ HALDA.
Þetta er hugsanaháttur sem herra heilsulausi þarf að fara að breyta og það strax, því þetta er soldið sem hefur fylgt okkur Borgnesingum allar götur síðan KBB var stofnað árið 1904.
Við verðum að fara að hugsa öðruvísi og hætta þessum helvítis aumingjahætti, fara að verða almennilegt landsbyggðarfólk. Alveg síðan við misstum Samlagið fyrir rúmum áratug síðan.
og svo höfum við misst sláturhúsið hraðar hendur. Við megum ekki missa móðinn. Nú þurfum við að senda kjötið annað hvort til Hvammstanga eða Selfoss.
Og hverjum er þetta allt saman að kenna, jú FRAMSÓKNARMÖNNUM!!! Guðmundur Bjarnason sem nú er að leggja Byggðastofnun til helvítis sem þá var Landbúnaðarráðherra þá og
svo nú er það Guðni Ágústsson sem elskar beljurnar er fékk spark frá einni fyrir Júdasarkossinn hér um árið Ég hló mig máttlausann þegar kvígukvikindið sparkaði í hann
Það eina sem núverandi ráðherra hugsar um er að koma sér á framfæri með því að bjóða fólki í allskonar ferðir og koma sér frá málefnum sem eru að fara með þjóðina til helvítis hvað varðar sauðfjárrækt... Hann vill ekki hjálpa þeim sem minna mega sína hvað varðar sauðfjárbændur. Guðni er svo blindur að það grætir mann hvað hann getur komið sér frá kjörnum málanna.. ég hlustaði á Ísland í bítið og þau spurðu hann um sauðkindina og úrræði til bjargar henni og svar hans var: ,,Sauðkindin er yndisleg en mig langar frekar að fara í sleik við beljur og fréttamenn".

Ég þekki marga bændur sem hafa þurft að minnka við sig búi og sumir hverjir eru að gjaldþroti komnir vegna þess að þeim var lofað öllu fögru fyrir hinar og þessar kosningar en svo þegar öllu var á botninn hvolft þá voru þessir menn sviknir.
Það sama gerðist þegar erkifíflið hann Sturla sem er Vestlendingur og Sjálfstæðismaður i þokkabót og býr í sömu götu og frænka mín í Hólminum hafði lofað Héðinsfjarðargöng fyrir kosningar og svo látið vegagerðina hafna boðum sem nú gæti kostað okkur skattgreiðendur milljarða og skattahækkanir til andskotans

Að öllu gríni slepptu var slátur í matinn og ég brá á það ráð að bragðauka slátrið með því að setja smá kokteilsósu á! Það er ekki svo galið
fyrir þá sem eru vanir að hafa kokteilsósu (kransæðarkítti) með öllum mat og hinsvegar þeim sem eru óvanir að borða slátur.
Hins vegar er líka gott að dýfa gulrót í Bernaisesósu
og breyta nafninu jógúrt í skyrju

Þetta er Kristján J. Pétursson í Blogger


(Höfundur áskilur allan sinn rétt á því að tjá hugsanir sínar á netinu og tekur enga ábyrgð á orðum og gerðum sínum þegar hann er kvenmannslaus.)
Þeir framsóknarmenn sem lesa þennan vefpistil skulu annaðhvort vera ekkert að lesa hann eða sjá að sér og skipta um í pólitíkinni.
feitilíusinn hefur talað (í bili)

7.9.03

Hej heij min kære dagbog
Það er best að skrifa bara á íslensku og hana nú!!!!

Það kom mér soldið skemmtilega á óvart að meðan allir voru að drepast úr spenningi yfir þessum blessaða landsleik sem er búið að taka allt samtalssvæðið síðastliðnar vikur og fyrir hvað? Sóun á peningum, veseni við að koma 100 tækjum, tólum og allskonar drasli og fólki til að stjórna draslinu svo ég tala nú ekki um allar milljónirnar sem þýsku liðsmennirnir fá ef þeir (ynnu). (ég held að Rudi Völler þjóðverjaþjálfari verði tekinn í bakaríið þegar heim er komið) og hvað kom á daginn jú allt vesenið fyrir markalaust jafntefli döööööö.
Ég skal alveg viðurkenna að ég fylgdist með í kortér; sem telst kraftaverk svona fyrir minn áhuga.. En á meðan þetta allt gerðist; svo ég komi mér nú að efniskjarna málsins að
ég fór upp á Ferjubakka og naut þess að vera í sveitasælu meðal Litlu-Brúnku, Dömu, Vin, Grána, Stubbi og Eldingu og svo auðvitað heimalingnum honum Engli. sem um leið og maður stígur út úr bílnum kemur hann hlaupandi eins og þægur hundur, og ég tala nú ekki ef veðrið er upp á sitt besta sem haust byrjunin býður uppá. Þar var ég í mest allan dag og á meðan Óli bróðir fór að ríða út þá tók ég mig til að þreif allar fjórar hestastíurnar svo og fóðurganginn og ég var svo glaður og ánægður yfir því að gert þetta því nú eru hrossin sex sem við geymum sem reiðhestar þvi Óli og pabbi eru að fara í leitir á næstu helgi.. Þau eru svo ánægð og voru það og þau hnypptu í mig með hausnum og ég fann það að þau nutu þess að fara í hreinar stíurnar eftir að hafa verið úti í gerð að bíta gras og velta sér.... Sjálfum leið mér vel fyrir að gera sjálfan mig drullugan og eins og Jónas Reynis sagði "Æ lov it"

Ég þurfti ekki að hugsa um nám né vinnu. Þetta er sá dýrðareiginleiki sem við sem búum úti á landi og höfum alist í sveit(þó ég sé borinn og barnfæddur í Borgarnesi) að geta farið upp í sveit og vesenast í hinu og þessu og gjörsamlega gleymt stund og stað.. Geri aðrir betur,,,, nei ég held ekki.
Var upp á Ferjubakki frá 16:00 til 21:00 Ég steingleymdi hvað tíminn leið
Svo fór ég heim í sturtu og dreif mig út á Akranesi að hitta vinkonur mína og átti þar dýrðarinnar kvöldstund, bara við það að spjalla og hlæja og hafa það næs.
og kom svo hálf tvö og fór að vesenast í tölvunni.

Er hægt að biðja um betri dag??????? Ég held ekki.

Núna er haustbyrjun en eftir næstu helgi þá er haustið komið fyrir alvöru og af hverju? jú leitir og réttir
Langavatnsdalsleitir (sem Pabbi og Óli eru að fara í Pabbi er að fara í 1000000 skiptið og Óli er að fara á fyrsta skiptið hann hlakkar ekkert smá geðveikislega til) og svo
Svignaskarðsrétt eða bara Skarðsrétt eru á næstu helgi. Sem sagt eftir helgina 12-15 september þá er haustið komið fyrir mér að alvöru.

Mér líkar það Meira af haustinu næst.
Munið Risann og Zippo og svo Fótspor
kv. kiddi jói.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?