<$BlogRSDUrl$>

5.9.03

Það besta við svona netdagbók er það að einhver tekur eftir því sem maður er að segja og einhverjum dettur ekki í hug að lesa svona vitleysu, svo er líka bara spurning um að auglýsa síðuna. Ég hef verið voða latur við að skrifa á netið og þannig er bara við mig að þegar einhver tískubóla eins og svona að skrifa "blogga" og gera heimasíðu þá finnst mér þetta svo spennandi og skemmtilegt en svo til lengdar þá byrja ég að gerast latur og segi "æi ég geri þetta bara seinna" og svo þegar seinna rennur upp dregst þetta allt saman á langinn.
Og svo þegar þetta dregst á langinn þá dregst það ennþá meira á langinn En svona er ég bara (því miður).

ég er ekki eins duglegur og risinn frægi sem er hreint algjör snillingur að skrifa og ég dáist að drengnum, hvað hann er vel að orði kominn og vitleysan sem vellur upp úr honum.

Alltaf gaman af risanum og svo eru fleiri góðir t.d
zippoman.blogspot.com
fotspor.blogspot.com
konnib.blogspot.com
joiwaage.blogspot.com


og svo mætti lengi skrifa.
kv. kiddi jói skrifa einhvern tímann seinna.

Jæja jæja jæja
Það er nú ekkert margt sem á mína daga hefur drifið. Ég er byrjaður í Borgó eins og frægt er orðið hér í Borgarnesi, allir hafa óskað mér til hamingju við það að hafa loksins drullast í skólann. Þetta er allt í lagi til að byrja með en síðan vonandi fer það batnandi.

Ég er ástfanginn.. Hún er falleg, hún er með falleg brjóst, axlarsítt hár, með augun eins og titrandi stjörnur sem lýsa upp myrkrið í hjarta mér. Hún stúlka sem allir geta elskað sem sagt.................. Hún er ekki til.
Þegar ég var á vappi um hina stórborg Reykjavík þá hvert sem mér var litið, allsstaðar sá ég annaðhvort ungt fólk í byrjun á tilhugalífinu, annarstaðar sá ég par gangandi, haldandi í hendur með barnavagn og þá hugsar þessi eini sem stendur í miðri hringiðunni aleinn og spyr sjálfan sig ,,Af hverju ekki ég?".
Hvað er það sem ég er að gera rangt? hef ekki guðmynd!!!!

Ég bið að heilsa öllum þeim sem ástfangnir eru; af sér og þeim sem við hlið þeirra stendur eða liggur gildir einu

munið risann

This page is powered by Blogger. Isn't yours?