<$BlogRSDUrl$>

23.11.03

Ókei, nú skulum við tala um það hvernig, hvenær og þegar hlutir hafa verið svoleiðis blóðmjólkaðir í gegn að það þurfi næstum því á blóðgjöf að halda.
Nei það er ekki niðurrökkun á kynlífsímyndinni minni heldur er það Spaugstofan.
Þeir eru orðnir svo þreyttir að RÚV ætti að leyfa þeim að hætta með sæmd og setja einhverja nýja, yngri og fyndnari.
Þetta er ekki lengur hægt. Ég meina ókei, gamla fólkið horfir á þetta og hlær.
Ég horfði á þetta með rosaopnum hug en ómægod, þetta var ekki einu sinni grátbroslegt.
Þeir eru búnir að blóðmjólka alla kímni út úr sér og margir brandararnir eru orðnir eldri en ég.
Ég legg til að RÚV leyfi Spaugstofunni að hætta með sæmd þrátt fyrir 80% áhorf en þetta gengur ekki lengur.

Hrós dagsins; fæ ég fyrir að reyna að horfa á RAGNARSRÖK frá Spaugstofunni
Aular dagsins; RÚV og Spaugstofan fyrir að blóðmjólka úr sér allt sem fyndið er.

Ég vil þakka fyrir góð viðbrögð við síðasta pistil sem lýsir því hvernig hinn fullkomni draumur einstæðs manns breytist í hina skelfilegu martröð.
Svona er lífið hjá einstæðum manni sem á stórt rúm og engan honum við hlið!!!!!

Feitilíus hefur skrifað......... (í bili)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?